Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Borgar­leik­húsið með beint streymi alla daga kl. 12

Ýmsu áhuga­verðu efni verður streymt þessa vikuna sem vert er að hlusta á og sjá. Þar má m. a. nefna að nk. fimmtudag verður Hótel Volksvagen leiklesið. Þá verður boðið upp á lista­manna­spjall um Ríkharð þriðja efir Shakespeare. Brynhildur Guðjóns­dóttir leikhús­stjóri og Hjörtur Jóhann, sem lék aðalhlut­verkið munu fjalla um verkið.

Og sunnu­daginn 29. mars verður upptöku af uppfærslu Borgar­leik­hússins á Ríkharði þriðja streymt til allra sem sjá vilja.

Og nú kl. 12 verður sagan um spýtu­skrákinn Gosa lesin af Haraldi Ara Stefánssyni sem leikur Gosa í uppfærslu Borgar­leik­hússins.

Smelltu hér til að hlusta á þessa frábæru þjónustu.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?