Bókasafn Reglunnar að Bríet­artúni hefur vetrar­starf

6. september 2020

Bókasafn Reglunnar að Bríet­artúni 3, Reykjavík hefur vetrar­starf sitt sunnu­daginn 6. september 2020. Bræður eru beðnir um að muna eftir félaga­kortinu þegar þeir hyggjast halda til lesfundar.

Opnun­ar­tímar safnsins verða hefðbundnir:

Sunnudaga10:00 — 11:30
Mánudaga17:00 — 18:30
Þriðjudaga17:00 — 18:30
Miðvikudaga17:00 — 18:30

Íslensk yfirvöld hafa sett strangar sóttvarn­ar­reglur, sem fylgt verður í einu og öllu og eru bræður hvattir til að kynna sér þær og virða.

Þegar þetta er skrifað er tveggja metra reglan í gildi og almennar sóttvarn­ar­reglur einnig. Bræður geta treyst því að spritt­standar, andlits­maskar og einnota hanskar verði til reiðu á staðnum. Þar verða gildandi sóttvarn­ar­reglur einnig ítrekaðar og útskýrðar. Vegna stærðar bókasafns þá er einnig mikilvægt að bræður geri sér grein fyrir því að fjöldi þeirra sem komast hverju sinni að á safninu er takmarkaður við 12 bræður auk safnvarða og eru bræður beðnir um að virða tilkynn­ingar bókavarða þegar hámarks­fjölda er náð.

Bókaverðir Rh.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?