Bókasafn Reglunnar að Bríetartúni 3, Reykjavík hefur vetrarstarf sitt sunnudaginn 6. september 2020. Bræður eru beðnir um að muna eftir félagakortinu þegar þeir hyggjast halda til lesfundar.
Opnunartímar safnsins verða hefðbundnir:
Sunnudaga | 10:00 — 11:30 |
Mánudaga | 17:00 — 18:30 |
Þriðjudaga | 17:00 — 18:30 |
Miðvikudaga | 17:00 — 18:30 |
Íslensk yfirvöld hafa sett strangar sóttvarnarreglur, sem fylgt verður í einu og öllu og eru bræður hvattir til að kynna sér þær og virða.
Þegar þetta er skrifað er tveggja metra reglan í gildi og almennar sóttvarnarreglur einnig. Bræður geta treyst því að sprittstandar, andlitsmaskar og einnota hanskar verði til reiðu á staðnum. Þar verða gildandi sóttvarnarreglur einnig ítrekaðar og útskýrðar. Vegna stærðar bókasafns þá er einnig mikilvægt að bræður geri sér grein fyrir því að fjöldi þeirra sem komast hverju sinni að á safninu er takmarkaður við 12 bræður auk safnvarða og eru bræður beðnir um að virða tilkynningar bókavarða þegar hámarksfjölda er náð.
Bókaverðir Rh.