Bifreiða­stæði á lóð Brétartúni 7 og notkun reglu­bræðra þar

Á undan­förnum árum hafa reglu­bræður Frímúr­a­regl­unnar á Íslandi lagt bifreiðum sínum á bifreiða­stæði Ríkis­end­ur­skoðunar þegar þeir koma til fundar í Reglunni, oftast um kvöld­mat­ar­leytið. Hefur þetta verið látið að mestu átölu­laust af hálfu embætt­isins, þótt þetta hafi iðulega valdið þeim starfs­mönnum sem vinna frameftir óþægindum. Afleitt hefur þó verið þegar reglu­bræður leggja bifreiðum seinnipart dags þegar full starfsemi er ennþá í húsinu.
 
Nú háttar svo til að Ríkis­end­ur­skoðun stendur í framkvæmdum á húsnæði embætt­isins og samið hefur verið við verktaka um að ENGIR starfsmenn embætt­isins leggi bifreiðum sínum á bifreiða­stæðinu sem fylgir Bríet­artúni 7. Ástæðan er m.a. flutn­ingur efnis að og frá húsinu með lyftu­tækjum sem geta skapað hættu. Þá þarf verktakinn að geta athafnað sig með tækjum sínum án þess að eiga á hættu að skemma bifreiðar á bílastæðinu. Sömuleiðis þarf verktakinn að koma með stórvirk lyftutæki og flutn­inga­bif­reiðar fyrir utan sendi­bif­reiðar og annan bílaflota sem fylgir starfs­mönnum við framkvæmd­irnar.
 
Af þessum ástæðum eru það eindregin ósk Ríkis­end­ur­skoðunar að Frímúr­a­reglan á Íslandi komi þeim skila­boðum til reglu­bræðra að þeir leggi EKKI bifreiðum á bílastæðinu amk. meðan á þessu ástandi stendur en reiknað er með að því ljúki á komandi vori eða sumri. Sérstaklega er það bagalegt þegar bifreiðum er lagt á miðjum vinnudegi.

Heimild: Já.is

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?