Bestu mörk keppn­is­tíma­bilsins

Skynd­isókn vetrarins stöðvuð

Þótt myrkrið sé komið með tímatali ársins þá var skynd­isókn vetrarins stöðvuð og það voru nokkuð léttklæddir brr. sem mættu í 7° hita að fylgja nýjum br. í ferða­lagið. Innandyra var hlýr bræðra­hugur og birtustig sem fær okkur til að telja dagana til jóla. Erindi Rm. fjallaði um innri og ytri eðlis­þætti hugans og saman­burður hans á Íslandi og Indlandi í því efni fékk brr. til að leggja við hlustir. Enginn br. var í athyglis­hvíld undir lestrinum.  Og til að bæta góðu ofan á gott flutti  S. Arioso eftir J.S. Bach úr kantötu 156. Venjulega er þetta lag flutt á selló en S. fórst það listavel á orgel. Til að gefa brr. hljóðsýn á Arioso á selló þá er það hér í flutningi Susanne Beer og Gareth Hancock;

 

Þrír brr. frá stúkunum Röðli og Hamri sýndu Fjöln­isbrr. og  nýjum br. þann heiður að njóta fundarins með okkur. Fundinn sóttu alls 63 brr.

Umgjörð fundarins var góð en fimm emb. brr. voru að sinna embættum í fyrsta sinn á I°. Í raun var flæði fundarins svo gott að það þurfti að fylla upp í tímaleysið undir borðum og það gerði Skorri með sögu sem fer örugglega á topp tíu listann yfir bestu mörk keppn­is­tíma­bilsins þótt um golfsögu hafi verið um að ræða. Gott að hlæja svona vel fyrir svefninn.

Eldra efni

Andleg og líkamleg næring
Fjölnisbróðir gefur út bók
Gengnar götur

Innskráning

Hver er mín R.kt.?