Áskor­enda­mótið

Golfmót milli Oddfellowa & Frímúrara

Golf­klúbburinn Frímann og Golf­klúbbur Oddfellowa

Föstu­daginn 8. sept­ember verður haldið áskor­endamót á milli Oddfellowa og Frímúrara á Urriða­velli. Golf­klúbbur Oddfellowa og Golf­klúbburinn Frímann/Mímir standa fyrir keppn­inni.

Ræst er út kl. 13:00 á öllum teigum.

Skráning fer fram á Golf.is.
Móts­gjald er 7.500 kr. með mat.

Þátt­töku­rétt hafa allir Oddfellowar og Frímúr­arar á Íslandi.

Fyrir­komulag

Leik­urinn verður holu­keppni, svokölluð Ryder keppni; tveir og og tveir í sama liði og spilað er Texas Scramble.

Kepp­endur sendi inn ósk um samherja til Bald­vins Magnús­sonar og Jóhanns Úlfars­sonar (Frímúr­arar) og svo Ragnars Hall­dórs­sonar og Ásgeirs Ingvason.

Móts­stjórn sér svo um að raða niður í hollin fyrir keppn­isdag.

Matseðill

Súpa og brauð fyrir mót að hefð­bundnum hætti.
Kvöld­verður að hætti meistara Nikulásar.
Góður félags­skapur í góðra vina hópi

Reglu­gerð

  1. Þátt­töku­rétt hafa allir Oddfellowar og Frímúr­arar á Íslandi.
  2. Keppnin fer fram á hverju ári og sameinast Oddfellowar og Frímúr­arar á að halda keppnina
  3. Keppn­is­fyr­ir­komu­lagið er holu­keppni að hætti Ryder og spila 2 og 2 saman og sigur­vegari eru þeir aðilar sem vinna fleiri holur. Veitt verða ein verð­laun til þess liðs sem vinnur fleiri holur. Verð­launin er farand­gripur sem sigur­veg­arar varð­veita í eitt ár eða fram að næsta móti.
  4. Einnig er keppt í punkta­keppni Texas Scramble (2 í liði) milli aðila, fyrir­komu­lagið er saman­lögð forgjöf deilt með þrem forgjöf verður þó aldrei hærri en lægri forgjöfin hjá öðrum spil­ar­anum.
    Dæmi: sé annar kylf­ing­urinn með 24 og hinn með 0, þá er forgjöfin 0, en tveir með 12 og 13 í forgjöf (samtals 25) fá 8 í leik­for­gjöf. Hámarks­for­gjöf 24 / 28.
  5. Endanleg niðurröðun kepp­enda í holl er í höndum móta­nefndar.
  6. Móts­hald­arar veita einnig auka­verð­laun, nánd­ar­verð­laun á par 3 brautum og fyrir lengsta teig­höggið.

Aðrar fréttir

Fyrsti fundur hjá Fjölni
Fundur á IX stigi
Golfmót Gimlis