Áskor­endamót Oddfellow og Frímúrara 2022

2. september 2022

Frímann og Golfklúbbur Oddfellowa

Áskor­endamót á milli Oddfellowbræðra og Frímúr­ara­bræðra verður haldið á Urriða­velli föstu­daginn 2. september 2022. Ræst verður út kl. 13:00 frá öllum teigum. Mæting kl. 11:30. Súpa og brauð í boði.

Skráning hefst þann 24 ágúst kl. 13:00 á golfboxinu.
Golfklúbbur Oddfellowa og Golfklúbburinn Frímann/Mímir standa fyrir keppninni

Þátttökurétt hafa allir Oddfellow bræður og Frímúrara bræður á Íslandi.

Hámarks­fjöldi í mótið er miðað við hámark 24 teiga. (96 keppendur) 48 frá GOF og 48 frá Frímúrurum.
Dæmi: Ef fjöldi GOF er 40 og 48 frá Frímann eða öfugt þá er heimilt að fylla upp í töluna 96 og keppa þau lið sem umfram eru í texas scramble punkta­keppinni. 

Leikið verður holukeppni, svo kölluð Ryder keppni tveir og tveir í sama liði og spilað er Texas Scramble.

Skráning

Skráning er í gegnum Golfboxið. Þið skráið ykkur og við skráningu fáið þið tvær spurn­ingar:

 1. Hver er spila­félagi þinn? (ef þú hefur ekki spila­félaga svarar þú – Hef ekki spila­félaga.)
 2. Hvort ert þú Oddfellow eða Frímúrari.

Hafi einstak­lingur ekki spila­félaga reynum við að leysa það, en þeir bræður senda þá póst til okkar á netfang:

Fyrstu 48 frá hvoru liði fara inn í mótið. Farið verður eftir númraröð skrán­ingar inn á golfboxinu.
Mótsstjórn sér svo um að raða niður í hollin fyrir keppn­isdag.

 

Mótsgjald

Mótsgjald er kr. 10.400 sem greitt er við skráningu.

Innifalið í gjaldinu er: 

 • Súpa og brauð fyrir hring
 • Valla­gjald
 • Teiggjafir
 • Gúllas með kartöflu­stöppu og meðlæti
 • Kaffi og konfekt.


Glæsileg verðlaun og fullt af útdrátt­ar­verð­launum.

Reglugerð

 1. Þátttökurétt hafa allir Oddfellowbræður og Frímúr­ara­bræður á Íslandi.
 2. Keppnin fer fram á hverju ári og sameinast Oddfellowar og Frímúrarar á að halda keppnina.
 3. Keppn­is­fyr­ir­komu­lagið er holukeppni að hætti Ryder og spila 2 og 2 saman og sigur­vegari eru þeir aðilar sem vinna fleiri holur. Veitt verða ein verðlaun til þess liðs sem vinnur fleiri holur. Verðlaunin er farand­gripur sem sigur­vegarar varðveita í eitt ár eða fram að næsta móti.
 4. Einnig er keppt í punkta­keppni Texas Scramble (2 í liði) milli aðila, fyrir­komu­lagið er samanlögð forgjöf deilt með þrem, forgjöf verður þó aldrei hærri en lægri forgjöfin hjá öðrum spilaranum. Dæmi: sé annar kylfing­urinn með 24 og hinn með 0, þá er forgjöfin 0, en tveir með 12 og 13 í forgjöf (samtals 25) fá 8 í leikforgjöf. Hámarks­forgjöf 24
 5. Endanleg niðurröðun keppenda í holl er í höndum mótanefndar.
 6. Mótshaldarar veita einnig aukaverðlaun, nándar­verðlaun á par 3 brautum og fyrir lengsta teighöggið á 9. Braut af 46/49  og 54 teig.. Næst holu eftir annað högg á 2. og 17. braut.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?