Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Áskor­endamót Oddfellow— & Frímúr­ara­bræðra

Urriða­velli, föstu­daginn 4. september 2020

Sigurður Örn við upphafshögg mótsins, ,

Golfklúbbur Oddfellowa og Golfklúbburinn Frímann/Mímir stóðu fyrir keppni föstu­daginn 4. september, þar sem keppt var í nokkurs konar Ryderkeppni á milli Oddfellow- og Frímúr­ara­bræðra.   Í fyrra var nokkuð hörð keppni þar sem frímúrara höfðu betur og við það tækifæri komst fyrrverandi SMR svo skemmtilega að orði að Oddfellowbræður þyrftu að hafa fyrir því, ef þeir ætluðu að vinna bikarinn til baka.  Dagurinn byrjaði nokkuð rysjótt en þó þurr og  það gustaði vel um bræður. Enginn lét það hafa áhrif á sig og menn staðráðnir í að leggja sitt að mörkum. Farið var að öllu leyti í samræmi við reglur Landlæknis og GSÍ.

Keppnin eins og venjulega var tvöföld, þar sem annars vegar var keppt í holukeppni að hætti Ryder og svo Texas-scramble þar sem tveir voru saman í liði. Þátttökurétt höfðu allir Oddfellow bræður og Frímúrara bræður á Íslandi. Hámarks­fjöldi í mótið var miðað við hámark 24 teiga. (96 keppendur) 48 frá GOF og 48 frá Frímann/Mímir.

Keppnin var mjög tvísýn og og bræður skiptust á að vinna sínar holur.

Í Texas-scramble keppninni milli bræra urðu úrslitnin þannig að í:

1 sæti urður bræðurnir Grétar Björn Sigurðsson Nirði /Gunnar Hjaltalín Hamri

2.sæti urðu bræðurnir Þorkell Ágústsson /Illugi Örn Björnsson  í Lilju.

3 sæti Valdimar Lárus Júlíusson / Sigurjón Jónsson Oddfellow bræður.

Síðan voru veitt nándar­verðlaun fyrir eftir­taldar holur:

2  braut eftir annað högg       Jónas Sigurðsson    Oddf.  

4  braut          Helgi Bragason  Frím.          2,49

8 braut           Jónas Sigurðsson Oddf.       3,53

13 braut         Baldvin Einarsson Oddf.     4,07

15 braut         Vilberg Sigtryggsson Oddf. 1,36

17 eftir annað högg   Guðbjartur Örn Gunnarsson Frím.          2,3

                       

            Lengsta teighögg      

10        Guðbjartur Örn Gunnarsson  frím.

Farið var svo yfir skor bræða og menn boðaðir inn í Golfklúbbinn Odd þar sem verðlaunin voru veitt.

Að lokum var komið að keppninni sjálfri milli Oddfellow- og Frímúr­ara­bræðra.  Bræður stilltu sér upp, annars vegar  Sigurður Örn fv. SMR og Ragnar Hall formaður Golfklúbbs Oddfellowa,  Guðmundur Eiríksson Stór-Sír Oddfellowa komst ekki en bað fyrir kveðju.

Eins og Sigurður komst að orði, þá þurftu þeir að hafa fyrir því að geta náð bikarnum frá okkur en gerðu ekki. Staðan varð jöfn, 12 stig  sem bræður skiptu með sér og því héldum við bikarnum á jöfnum hlut – þeir verða því að hafa meira fyrir því að ná honum af okkur..

Sigurður tók svo við bikarnum fyrir hönd frímúrara og þakkaði bræðrum fyrir skemmtilegt mót.

Mótinu slitið og allir staðráðnir í að gera enn betur á næsta ári.

Mótsstjórn Frímúrara og Oddfellowa þökkuðu svo fyrir drengilega keppni og ánægjulega samveru.

Fleiri myndir eru frá mótinu inn á Frímúr­ar­a­reglan.is/myndasafn

Sigurvegarar mótsins Grétar Sigurðsson og Gunnar Hjaltalín

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?