Árlegur fundur Njarðar með eldri bræðrum

Laugar­daginn 25. nóvember nk. kl. 13:00

Hinn árlegi fundur St. Jóhann­es­ar­stúk­unnar Njarðar með eldri bræðrum verður laugar­daginn 25. nóvember nk. kl. 13:00 í stúku­heim­ilinu að Ljósatröð 2 í Hafnar­firði. Bræður á öllum aldri og úr öllum stúkum eru að sjálf­sögðu velkomnir. Fundir þessir hafa tekist afar vel og verið fjölmennir.

Bróðir minn! Nú bjóðum við þér til þessa árlega fundar.

Helstu atriði varðandi fundinn:

  1. Hvenær verður fundurinn og á hvaða stigi?: Hann verður laugar­daginn 25. nóvember kl. 13.00. Fundurinn er á I°.
  2. Hvað gerist á fundinum?: Auk hefðbundinna fundar­starfa munu Njarð­ar­bræður leika og syngja nokkur lög. Einnig verður flutt fræðslu­erindi.
  3. Hvernig eiga bræður að vera klæddir?: Klæðnaður er hefðbundinn, en heimilt er að koma í spari­fötum.
  4. Hvað kostar fundurinn og hve langur verður hann? Fundurinn og bræðrakaffi að honum loknum verður bræðrum að kostn­að­ar­lausu. Gera má ráð fyrir að bræðrakaffinu ljúki um kl. 15:00.

Hafir þú, bróðir minn, einhverjar spurn­ingar um fundinn,  bendum við þér á formann Bræðra­nefndar Njarðar, Þór Þórsson, í síma 8920941.

Með bróður­legri kveðju,

Guðmundur S. Sigur­björnsson
Stm. St. Jóhann­es­ar­stúk­unnar Njarðar

Ragnar G. Þórðarson
St. Jóhann­es­ar­stúk­unnar Njarðar

 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?