Andleg og líkamleg næring

Og tíminn flýgur áfram

Kótilettur 2

Næsta þriðjudag, 19. nóvember, er á dagskrá Fjölnis fundur á I°, þar sem boðið verður upp á andlega og líkamlega næringu. Og hæstu tindar verða klifnir (í huganum) að lokinni bróður­máltíð. Einnig eigum við von á góðum gestum á fundinn. Brr. úr St. Jóh. Nirði í Hafnar­firði ætla að fjölmenna og njóta kvöldsins með okkur.

Efni fundarins verður upptaka nýs bróður, en þessi fundur er jafnframt síðasti upptökufundur í stúkunni okkar á þessu ári. Þannig að tíminn flýgur áfram og árið 2020 er innan seilingar. En upptökufund­urinn mun bjóða upp á þá andlegu næringu sem við þekkjum og byggjum á.

Í bræðra­mál­tíðinni verður hins vegar lögð meiri áhersla á líkamlegu næringuna því þá verða framreiddar glæsi­legar kótilettur og tilbehör. Til að skerpa lyst og minni bræðra, fylgir með mynd af glæsi­legum kótilettudisk. Það gæti verið að einhverjir bræður hefðu ekki litið þá dásemd augum í einhvern tíma. En munið bræður mínir. Eitt er að sjá og annað að reyna. Og nú reynir á að sem flestir bræður fjölmenni á fundinn.

Eftir máltíðina færum við okkur yfir í kaffi­stofuna, þar sem br. John Snorri Sigur­jónsson, Sm. í St. Mími og fjallagarpur, ætlar að segja okkur frá ævintýrum sínum á K2.

Margir muna eflaust að John Snorri komst á tind K2 árið 2017, þá fyrstur íslendinga. Nú stefnir hann á að heimsækja fjallið í annað sinn og freista þess að komast á tindinn að vetri til. Það er afrek sem engum hefur tekist til þessa.

John Snorri mun segja frá fyrri ferð sinni og undir­bún­inginum sem stendur nú yfir fyrir næstu ferð.

Komum, kætumst, knúsumst, klífum og krúnkum saman á kótilettu­kvöldi.

Ath.: Bræður mínir. Munið eftir að skrá ykkur á fundinn til að tryggt sé að það verði til nóg af kótilettum. Og þetta er hægt að gera í tölvu­póstinum sem ykkur hefur verið sendur. Það eina sem þarf að gera er að smella á hnappinn ÉG MÆTI sem er neðst í póstinum.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?