Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Allri starfsemi Frímúr­ar­a­regl­unnar frestað að sinni

Eins og fram kemur í frétt frá Stjórn­stofu á forsíðu vefs Reglunnar hefur öllum fundum og nefnd­ar­störfum verið slegið á frest og óljóst hvenær starfið hefst á ný. Nýjar sóttvarn­ar­reglur sem m. a. tengjast fjölda­tak­mörknum á fundum, réð úrslitum hvað það varðaði.

Vegna þessa mun fundur á meist­ara­stigi þann 6. október falla niður. Orsökin þarf ekki að koma neinum á óvart: Hin skæða veira sem hert hefur tökin er orsaka­vald­urinn. Að veði er lífið og dauðinn vís, ef varúðin fær ekki ráðið. Nú eins og hingað til verða viðbrögðin að vera fumlaus og í tilviki reglu­starfsins eru bestu viðbrögðin athafna­leysi. Það að láta það ógert sem til stóð er besta vopnið til að hefta útbreiðslu þessa vágests, og sigrast á honum að lokum, jafnvel þó að það eigi illa við öfluga starfsemi eins og unnin er innan í Frímúr­ar­a­regl­unnar. Verkinu lýkur enda aldrei, því sífellt má meitla og slípa hrjúfan stein, með fullkomnun að leiðar­ljósi.

Í því sambandi verður hver og einn að muna, að allt hefur sinn tíma og að þolin­mæðin þrautir vinnur allar, en um það vitnar raunar dagsetn­ingin 6.október. Vart þarf að rifja upp þær hörmungar sem runnu upp fyrir íslensku þjóðinni þann dag fyrir 12 árum. Þá eins og nú voru það þraut­seigja, samstaða og þolinmæði sem komu sér vel og með það að vopni er sigurinn vís.

Innra með okkur öllum heldur starfið áfram hjá hverjum og einum. Gott er þá að líta til tónlist­ar­innar og finna þar innblástur. Í ár verða liðin 250 ár frá fæðingu Ludvig van Beethoven en óhætt er að segja að hann sé það tónskáld sem hvað mest áhrif hefur haft á tónlistina – hún væri a.m.k. ekki í þeirri mynd sem við þekkjum hana ef hans hefði ekki notið við. Eitt hans frægasta verk er án vafa 5. sinfónían, Örlagasin­fónían, en 1. þáttur hennar hefst með kunnug­legum hætti: þrjú stutt og eitt langt. Beethoven á að hafa sagt að þannig knýi örlögin dyra, mögulega kannast einhverjir við það, en í 2. þætti sinfón­í­unnar, Andante con moto, tekur við mjög svo fallegur og innblásinn kafli. Þar skiptast fínar og blíðar hreyf­ingar á við drama­tískari og þyngri hendingar, rétt eins og gerist í lífinu sjálfu. Hér má heyra kaflann fluttan af Vínar­fíl­harm­ón­íunni undir stjórn Leonard Bernstein:

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?