Allra bræðra kaffi og spjall­fundur

Þriðj­ungur bræðra í stúkunni sótti fundinn

Bræðra­nefnd Lilju gekkst fyrir spjall­fundi s.l. miðviku­dags­kvöld, 26. september 2018. Um þriðj­ungur bræðra í stúkunni sótti fundinn sem haldinn var í Bræðra­stofu Reglu­heim­il­isins.

Spjall­fundir hafa alla jafna verið haldnir í stúkunni Lilju þegar hausta tekur og vetrar­starf­semin hefst. Tilgangur fundanna er að gefa brr. tækifæri til að ræða saman á opinn hátt um stúku­starfið og önnur málefni sem varða bræðurna og frímúr­ara­starfið.

Umræður voru líflegar að vanda og stóð fundurinn í um það bil 2 klukku­stundir. Fjölmörg mál voru rædd, svo sem andrúms­loftið í stúkunni og hvaða viðmót viljum við að mæti nýjum bræðrum og gestum stúkunnar. Ýmis atriði sem ER hefur fjallað um á fundum með frímúr­ara­bræðrum og systrum nú í haust voru einnig tilefni skoðana­skipta og umræðna. Varpað var fram spurn­ingum um störf og verksvið Bræðra­nefndar. Í svari nefnd­ar­manna var undir­strikað mikilvægi þess að gott upplýs­ingaflæði sé frá bræðrum og nefndin sé upplýst ef eitthvað bjátar á í bræðra­hópnum.

Kjarni fundarins snérist í stórum dráttum um þær dyggðir sem við frímúrarar viljum hafa í hávegum. Rauði þráður umræð­unnar endur­speglaði löngun bræðranna til að geta í daglegu lífi staðið sem best við fyrirheit sín sem frímúrarar.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?