Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Allir brr. beðnir að yfirfara sínar upplýs­ingar

Félagatal R.

Nú er undir­bún­ingur fyrir næsta starfs­vetur kominn af stað og hluti af þeirri vinnu er „vorhrein­gerning“ í félagatali R.

Nýlega var sent út nýtt tölublað af Frímúr­aranum, en fjöldi eintaka hefur verið endur­sendur vegna rangra heimil­is­fanga í félaga­kerfi R. Þetta er ein birtingamynd mikilvægi réttra upplýsinga. Einnig er mikilvægt að hafa upplýs­ing­arnar réttar fyrir ný prentuð félagatöl sem verða gefin út í haust.

Því biðjum við alla brr. að fara yfir sínar upplýs­ingar og ganga úr skugga um að þær séu réttar. 

Upplýs­ing­arnar finna brr. inni á innri vef R. á sinni síðu og geta einnig breytt þeim sjálfir þar. Einnig má biðja R. sinnar St. Jóh. St. um aðstoð við breyt­ing­arnar.

Að breyta upplýs­ingum á innri vef R.

Upplýs­ingar um hvernig má skrá sig á innri vef R. má lesa með því að smella hér.

  1. Þegar inn er komið opnar þú þína síðu, með því að smella á eigið nafn, sem birtist efst á síðunni.
  2. Á þinni síðu, undir þínu nafni efst, ætti nú að vera sjáan­legur takkinn: Uppfæra mínar upplýs­ingar
  3. Með því að smella á hann opnast gluggi með þínum upplýs­ingum. Þeim breytirðu einfaldlega hér og smellir að lokum á Vista.

Til að ganga úr skugga um að breyt­ing­arnar hafi tekist, má einfaldlega skoða þína síðu aftur og fara yfir upplýs­ing­arnar þar. Athugið að það getur tekið nokkrar mínútur fyrir vefinn að uppfærast eftir að nýjar upplýs­ingar hafa verið vistaðar.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?