Allar sóttvarn­ar­reglur felldar niður

innan Reglunnar

Kæru bræður

Eins og fram hefur komið, í fjölmörgum tilkynn­ingum, Viðbragð­steymis Reglunnar, vegna COVID-19 farald­ursins, þá hefur SMR og Viðbragð­steymið haft það að leiðar­ljósi að fara í einu og öllu að tilmælum sóttvarna­yf­ir­valda hverju sinni og ef eitthvað er, farið varlegar en tilmæli stjórn­valda hafa gefið tilefni til, í einhverjum tilvikum.

Það sem SMR og Viðbragð­steymið hafa haft að megin leiðar­ljósi, í gegnum COVID-19 farald­urinn, er að huga sem mest og best að heilsu okkar allra!

Við verðum jú, hverju sinni, að taka tillit til þeirrar staðreyndar að í brr.hópi okkar er fjöldinn allur af eldri brr. með undir­liggjandi sjúkdóma og okkur hefur einfaldlega borið að taka mið af þeirri staðreynd við allar þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um takmarkanir á fundar­starfi innan R. Þetta ástand hefur reynt á þolrif allra í samfé­laginu en á sama tíma getum við horft glaðir til þeirrar staðreyndar að okkur hefur að stærstum hluta tekist að halda fundi þó með takörkunum hafi verið. Fundi sem allir brr. hafa getað tekið þátt í, óháð aldri.
Þá höfum við, bless­un­arlega, ekki lent í því að upp hafi komið hópsmit vegna þeirra funda sem okkur hefur verið unnt að halda.

Að þessu sögðu hefur SMR, í samráði við Viðbragð­steymi Reglunnar, tekið þá ákvörðun að öllum takmörkunum, sem hafa verið í gildi undan­farin misseri, er hér með aflétt.
Í þessu sambandi er þó rétt að benda brr. á varúð­ar­regluna og þá einföldu staðreynd, sbr. frétta­flutning, erlendis frá, að áhrifum COVID-19 er ekki lokið.

Það er aldrei of varlega farið.

Er ykkur öllum þökkuð samvinnan við framkvæmd sóttvarn­a­reglna á fundum og í öðru starfi innan R.

SMR og Viðbragð­steymi R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?