Afmæl­issnjódrífa sem lýsti upp skamm­degið

Hátíðar- og veislu­stúku Fjölnis lokið að sinni

Þá er hátíðar- og veislu­stúku Fjölnis lokið. Afmæl­is­veislan búin. Þegar maður var ungur drengur þá varð ákveðin söknuður í brjósti þegar afmæl­is­veisla manns var lokið og það næsta að hlakka til voru Jólin einhvers staðar á milli til næsta afmæl­isdags. En við Fjöln­isbrr. höfum margt að hlakka til á næstunni. Næsti fundur okkar verður á II°sem mun umvefja okkur bróðurkærleik. Einnig munum við vonandi sem flestir heimsækja rannsókn­ar­stúkuna Snorra þ.s. br. okkar Tryggvi mun vera með erindi um Ásgeir Ásgeirsson. Því næst er það Systra­kvöldið en sala miða er þegar hafin. Ef þetta er ekki eitthvað að láta hugann reika til þá hefur Bræðra­nefndin fengið fjóra brr. til að flytja fjögur erindi um dyggð­irnar okkar fjórar dagana 3 og 24. febrúar og 10 og 24. mars. Fyrir­lestr­arnir verða haldnir í Bræðra­stofunni og hefjast kl. 0930 ofangreinda daga og standa yfir í um hálftíma. Í framhaldi verður samlestur á bókasafni, kaffi og rabbfundur. Eins og formaður Bræðra­nefndar sagði á fundinum; Þessar fjórar dyggðir eru perlur sem við brr. ættum að festa á talna­bandið okkar um aldur og ævi því stundum hættir okkur til gleyma að tengjast þeim í HYH. Einnig verður svonefndur vinafundur þann 12. mars þ.s. brr. eru hvattir til að koma á fundinn með þeim sem þeir hafa mælt með. Eins og Stm. okkar sagði; starfið byggist á okkur sjálfum.

En aftur að afmæl­is­veislunni fyrir þá brr. sem ekki áttu þess kost að mæta. Yfir hundrað brr. mættu í veisluna þar af fjöldi gesta. Fimm fyrrverandi Stm. Fjölnis voru með okkur en br. Guðni bað fyrir kærleiks­ríkar kveðjur til brr. en hann átti ekki heiman­gengt. Í veislunni voru einnig níu af stofn­endum stúkunnar sem fagnaði 32 ára afmæli sínu. Að venju skipaði tónlistin stóran sess á þessum stúkufundi og var brr. Kristjáni, Ólafi og Sigurðu þakkað þeirra framlag. Magnús flutti brr. afmæl­isræðu og fór yfir sögu Reglunnar síðustu 100 ára en lagði einnig áherslu á að Reglan er skjól frá HYH. Við eigum að rækta okkar innri mann og styrkja siðvitund okkar.

Sendar voru hlýjar kveðjur til veikra brr. og fjarverandi yfir borðum og söngur mikill. Fyrir matmenn þá var fram borið lambafille með steiktum kartöflum, júlianne grænmeti og svo góðri piparostasósu að ekki þurfti að þrífa sósuskálar þegar fram í eldhúsið var komið. Það gladdi brr. að sjá teskeið á borðum því hún var notuð til að klára lakkrís ís með ávöxtum og hindberjasósu.

Að venju var mikið um góðar sögur og sumar voru svo góðar að einhver vitnaði í Þórarinn Eldjárn og sagði;

Minni hans er harla þekkt
um heiminn frægð þess berst
enda man hann ýmislegt
sem aldrei hefur gerst.

Að loknum fundi gengu brr. til síns heima en úti beið kyrrð, logn og afmæl­issnjódrífa sem lýsti um skamm­degið

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?