
Þann 31. október síðastliðinn hélt Bræðranefnd Gimlis Heldribræðrakaffi. Mjög góð mæting var meðal heldribræðra og systra og komu yfir 40 bræður og systur í kaffið.
Formaður Bræðranefndar bauð gesti velkomna og lýsti yfir ánægju með að sjá svo marga gesti, þrátt fyrir ástandið í landinu út frá Covid smitum.
Þá fór Stólmeistari stúkunnar yfir starfið í haust, hvað búið væri að gera og hvað væri framundan í vetur.
Ánægjan skein úr augum kaffigesta og virkilega gaman að sjá okkar heldribræður ræða um heima og geima við sína gömlu félaga og vini.
Br. Vilhjálmur Þorláksson sá, líkt og svo oft áður, um veitingar fyrir gesti og kann Bræðranefnd honum bestu þakkir fyrir.