Afmæliskaffi heldri­bræðra Gimlis

haldið 31. október

Þann 31. október síðast­liðinn hélt Bræðra­nefnd Gimlis Heldri­bræðrakaffi. Mjög góð mæting var meðal heldri­bræðra og systra og komu yfir 40 bræður og systur í kaffið.

Formaður Bræðra­nefndar bauð gesti velkomna og lýsti yfir ánægju með að sjá svo marga gesti, þrátt fyrir ástandið í landinu út frá Covid smitum.

Þá fór Stólmeistari stúkunnar yfir starfið í haust, hvað búið væri að gera og hvað væri framundan í vetur.

Ánægjan skein úr augum kaffigesta og virkilega gaman að sjá okkar heldri­bræður ræða um heima og geima við sína gömlu félaga og vini.

Br. Vilhjálmur Þorláksson sá, líkt og svo oft áður, um veitingar fyrir gesti og kann Bræðra­nefnd honum bestu þakkir fyrir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?