Mánudaginn 1. nóvember var haldin Hátíðar- og veislustúka Gimli. Var þar fagnað 64 ára afmæli stúkunnar, en stúkan var stofnuð þann 2.nóvember 1957.
Fjölmenni mætti á fundinn og voru það 117 bræður sem nutu fundarins ásamt því að gæða sér á dýrindis lambakjöti eftir fundinn, að hætti kokksins.
Það verður að segjast að þessi mikli fjöldi setur mikinn svip á stúkustarfið og við Gimli bræður erum hæstánægðir með þennan mikla fjölda og þá einnig þann fjölda gesta sem mættu á fundinn.