Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 21. október 2021 Sjá nánar.

Af vettvangi fræðslumála

Eins og áður hefur komið fram var bókasafn Reglu­heim­il­isins opnað að nýju þann 17. janúar sl. í kjölfar rýmkunar sóttvarn­ar­yf­ir­valda á samkomutak­mörkunum. Safnið er opið á mánudögum, þriðju­dögum og miðviku­dögum milli kl. 17.00 og kl. 18.30 og á sunnu­dögum milli kl. 10 og 11.30.  

Fjöldi bræðra sem sótt hafa lesfundi á virkum dögum eftir opnun í janúar eru 2-5 bræður en 6-15 á sunnu­dögum. Hámarks­fjöldi miðað við gildandi reglur er nú 20 bræður og hugsanlega verður sú fjölda­tak­mörkun rýmkuð eitthvað innan skamms. 

Á bókasafninu er mikið af góðu fræðsluefni aðgengilegt fyrir bræður sem þeir eru hvattir til að nýta sér eftir því sem þeir hafa tök á og aðstæður leyfa.  

Í samræmi við gildandi reglur sóttvarn­ar­yf­ir­valda þurfa bræður sem sækja safnið að nota andlits­maska og fylgja öllum settum sóttvarn­ar­reglum.

Mikilvægt er að allir sem koma á bókasafnið skrái sig við komu og verða því að hafa meðferðis stúku­skír­teinið (þetta bláa). Þetta er gert m.a. til að viðkomandi fái nafn sitt skráð á þátttak­endalista Reglunnar sem og vegna kröfu okkar um rekjan­leika ef upp kynni að koma þörf á rakningu.

Með bróður­legri kveðju,
Bókavörður Reglunnar.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?