Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 24. febrúar 2021 Sjá nánar.

Aðalfundur Frímanns golfklúbbs frímúrara

30. mars kl. 10:15

Kæru golf bræður!

Aðalfundur Frímann verður haldinn 30. mars næstkomandi kl 10:15 í bræðra­stofu, dagskrá er sem hér fer að neðan:

Dagskrá aðalfundar

  1. Kosning fundar­stjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns/stjórnar um liðið starfsár.
  3. Endur­skoðaðir reikn­ingar lagðir fram til samþykktar.
  4. Fjárhags­áætlun næsta árs kynnt.
  5. Lagabreyt­ingar teknar til umræðu og afgreiðslu.
  6. Kosning formanns til eins árs.
  7. Kosning tveggja stjórn­ar­manna til tveggja ára.
  8. Kosning þriggja varamanna í stjórn til eins árs
  9. Önnur mál.

Við hvetjum sem flesta bræður til að mæta á fundinn og taka þátt í þessu skemmtilega starfi okkar bræðra.

Aðalfundur er æðsta úrskurð­arvald FGF. Hann skal haldinn fyrir lok apríl ár hvert vegna undan­gengis starfsárs. Á öðrum tímum ársins getur stjórnin boðað til almenns félags­fundar ef ástæða þykir til eða ef 1/10 félags­manna sem allir eru skuld­lausir, óska þess skriflega með rökstuðningi. Slíkan fund skal halda innan þriggja vikna frá mótttöku slíkrar beiðni.

Aðalfund og aðra félags­fundi skal auglýsa með minnst viku fyrirvara. Dagskrá aðalfundar skal vera samkvæmt 8. grein. Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn ekki síðar en sólar­hring fyrir aðalfund.

Annað skemmtilegt

Bræðramót 2019
Bræðramót Frímann verður haldið samkvæmt hefð á Stranda­velli þann 25. maí næstkomandi – spennið beltin og gerið sveifluna klára.

Landsmót frímúrara 2019
Landsmót frímúrara verður haldið á tveim völlum í ár, á Stykk­is­hólmi og Ólafsvík, þann 10. ágúst 2019. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Ef þú ætlar ekki með ferða­vagninn — farið að huga að gistingu.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?