Aðalfundur Fenris föstu­daginn 11. mars 2022

Klukkan 18:00. í Frímúr­ara­húsinu í Hafnar­firði

Stjórn Fenris boðar til aðalfundar félagsins föstu­daginn 11. mars 2022 klukkan 18:00. í Frímúr­ara­húsinu í Hafnar­firði. Fundurinn fer fram hjá Hamri í Hafnar­firði .

Eftir fundinn verður súpa og brauð í boði Fenris en drykki kaupir hver fyrir sig.

Fundarlok eru áætluð klukkan 20:00

Tilkynna þarf þátttöku  vegna veitinga á betri­bilar@simnet.is

Vonumst eftir góðri mætingu og makar eru velkomnir.

Dagskrá aðalfundar er skv. lögum klúbbsins:

1. Kosning fundar­stjóra og fundar­ritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.
3. Endur­skoðaðir reikn­ingar liðins árs lagðir fram til samþykktar.
4. Stjórn leggur fram fjárhags­áætlun fyrir næsta ár.
5. Ákvörðun félags­gjalda fyrir næsta ár.
6. Lagabreyt­ingar teknar til umræðu og afgreiðslu.
7. Kosning stjórnar og tveggja skoðun­ar­manna og eins til vara.
8. Önnur mál

Tillögur um lagabreyt­ingar þurfa að berast formanni skriflega á netfangið betri­bilar@simnet.is í síðasta lagi 24 klst. fyrir fundinn.

Kosið verður um eftir­farandi embætti til ársins 2024.

Ritara, Meðstjórnanda, Varamann og Skoðun­armenn

Ólafur Guðbergsson er búin að vera ansi lengi sem ritari þannig að hans tími er liðinn eins og hann orðar það. Magnús Páll Halldórsson er búin að vera meðstjórnandi í nokkur ár og hann vill gjarnan hætta. Samkvæmt lögum Fenris er alltaf kosið um varamann

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn­arkjör skulu tilkynna framboð sitt á aðalfundi og eða hafa samband við ritara stjórnar á netfangið betri­bilar@simnet.is

Núverandi stjórn Fenris 2022
Atli Vilhjálmsson formaður til 2023
Ólafur Guðbergsson ritari til 2022
Árni Sörensen gjaldkeri til 2023
Magnús Páll Halldórsson meðstj til 2022
Sigurður Örn Magnússon meðstj til 2023
Arnbjörn Arasons (Addi) varamaður til 2022

Skoðun­armenn til 2022
Birgir Ómar Haraldsson ogHermann Jakobsson.

 

Stjórn Fenris

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?