„Að vera eða gera“

Stefnir í orkumikinn fund

Næstkomandi þriðjudag 22. janúar ætlum við Fjöln­is­bræður að halda upp á 32 ára afmæli stúkunnar okkar í H&V stúku. Þeir brr. sem hafa eitthvað annað að gera þessa kvöld­stund ættu að hugsa sig tvisvar um og vera á fundinum með okkur.
Sérstaklega verður vandað til fundarins og heyrst hefur að SMR muni heiðra okkur með föruneyti sínu. Einnig mun hópur embætt­is­manna Mímis mæta á fundinn. Það stefnir því í mikla orku og fjölmennan fund og hvetjum við brr. að mæta tímanlega. Íslenska lambið verður heldur ekki langt frá. Vera eða gera, það er spurn­ingin – verum saman á þriðjudag.
„Ég er þreyttur á því að gera
og því vil ég hér fram bera
heitstrenging þá
að héðan í frá
ætla ég eingöngu að vera“
Þórarinn Eldjárn

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?