Að svipta hulunni

Nýr bróðir bætist í hópinn

Lífsganga okkar mannanna, sem fylgir orðum okkar og athöfnum, er oft þyrnum stráð. Fyrir marga liggur leiðin um stígu sem varðaðir eru af myrkviðjum þekking­ar­leysis. Mesta blessun í lífi hvers manns hlýtur að vera þegar hulunni er svipt frá augum hans og hann öðlast skýra sýn á hamingjuríka leið að eigin takmarki. 

Fjöln­isbrr. eru hvattir til að mæta á 1° fundinn á þriðju­daginn 4. febrúar nk. þegar nýr leitandi bróðir verður vafinn örmum vináttu og kærleika. 

Að loknum fundi munu brr. snæða gómsætan þorramat, spjalla, hlýða á erindi og syngja saman.

Næst á dagskrá í stúkunni okkar er hið árlega Systra­kvöld Stt. Mímis & Fjölnis 2020, sem haldið verður í Reglu­heim­ilinu laugar­daginn 15. febrúar nk. Bræður eru hvattir að lyfta sér upp með systrunum, og missa ekki af þeim kærleik, vinsemd og gleði sem sá viðburður veitir. Miðasala fer fram á vefnum og má opna skrán­inguna með því að smella hér.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?