Að leggja við hlustir

Erindi br. Bjarna Svein­björns­sonar vRm

Ef maður, út í þjóðfé­laginu, leggur við hlustir þegar umræða um trúmál er annars vegar, má segja að veður og vindar umræð­unnar standi upp á trúna og sitthvað nýlegt er hægt að tína til, sem dæmi um það:

Úrsagnir úr þjóðkirkjunni, kirkjur í fjárhags­vanda, deilur milli kirkna, deilur milli manna innan kirkna, deilur um kristin fræði í grunn­skólum, deilur um hvort að leyfa eigi byggingar annara trúar­bragða í okkar landi.

Nýlega heyrði ég að lögð hafa verið drög að stofnun nýs trúfélags: “Lækna­vís­inda­kirkj­unnar” og megin markmið þess virðist vera að ná inn sóknar­gjöldum og nota féð til tækja­kaupa sem er, útaf fyrir sig, eitthvað sem allir væntanlega styðja.

Þegar þessi orð voru skrifuð höfðu 2342 skráð sig í það félag. Talsmaður þeirrar kirkju sagði, að trú á lækna­vís­indin væri “raunveruleg trú”. Ætli fólk geti komið í Lækna­vís­inda­kirkjuna og fengið einka­viðtal við lækni án endur­gjalds og komið á sunnu­dags­morgnum kl 11:00 á fyrir­lestur sérfræðings um heilbrigð­ismál og hlítt á fagran söng með undirleik hámenntaðra tónlist­ar­manna?

Með ofangreint í huga má því spyrja sig hvort að trú á Guð þyki kjánaleg og ekki fyrir skynsamt fólk? Er trúin að spila varnarleik í hinum ytri heimi og hugsanlega að tapa leiknum.

Það kann að líta þannig út, en ég sé þetta ekki þannig.

Hinn Hæsti bjó þannig um hnútana að þrá mannsins eftir sannleikanum, þrá hans eftir þekkingunni um lífið, er innra með honum og sú þrá mun aldrei láta manninn í friði. Það er augljóst að það eru ekki allir að spyrja stóru spurn­inganna á sama tíma og þannig hefur það alltaf verið. Menn eru misjafnlega uppteknir af andans málefnum og kunna að hafna öllum slíkum hugmyndum, en oft er það vegna þess að hinn rökfasti hugur getur ekki útskýrt þær. En það kemur þó að því hjá öllum að stóra spurn­ingin skýtur upp kollinum og sinni maðurinn þeirri sannleiksþrá, mun hún bera árangur.

Sá sem gefur sig að hinu andlega og nær að kyrra öldur hugans, finnur fljótt að ríki Guðs er innra með honum. Ekkert getur breytt því. Ekki rök lærðra andstæðinga trúar­innar. Ekkert. Innri sannfæring slíks manns er eins og hinn eilífi logi sem getur ekki slokknað, þó að vindar og regn, hæðni og verald­ar­hyggju dynji á honum. Hin hreinu og sönnu gildi eilífð­ar­innar, sannleik­urinn sem hinn kyrri hugur getur fundið, er langt hafin yfir rökstóla manna “Sá friður er tekur yfir allan skilning”. Trúar­brögðin eru nokkur og oft nefnd þessi fimm helstu. Ég er viss um að ef við myndum setja leiðtoga þeirra saman í eina stofu ríkti þar hinn fullkomni friður vegna þess að Meist­ar­arnir hafa fulla skynjun. Þeir vita og þekkja sannleikann. Þeir boðuðu hann bara á ólíkum tímum, á ólíkum stöðum, til ólíkra samfélaga, það skýrir muninn. Menn hins vegar, sjá bara Kirkjur, Moskur, Hof og og Musteri og þeir takast á um þessi ólíku ytri form, ritual og siði. Þeir vita ekki að þau eru einungis umbúðir utan um einn og sama sannleikann. Í hinum ytri heimi virðist það vera orðin algeng leið að hafna þessu bara öllu saman. Hún er vissulega þægileg, en bara í stutta stund.

Kjarni hins andlega er í okkar reglu­verki. Reglu­verkið okkar er regluverk hins vinnandi manns og það er líka mjög vísindalegt. Það skiptir í raun ekki máli hverrar trúar sá maður er sem gefur sig að hinu andlega, hann mun ná árangri hver sem hann er. Ef við vinnum vinnuna, munum við öðlast upplifun sem er nær sannleikanum en stafur á bók.

Kenni­setn­ingar eru til að koma okkur af stað og gefa okkur hugmyndir. Táknmál er til að taka kennsluna frá kenni­setn­ingum inn á svið innsæis. Innsæi sem beitt er af yfirvegun og í auðmýkt fyrir skaparanum, gerir manninn að andans manni. Manni sem fer að gefa gaum að umhverfi sínu á annan hátt en áður og birtir sannarlega í sínu lífi; þagmælsku, varúð, hófsemi og miskunnsemi. Manni sem á sér sitt innra Musteri. Musteri sem ekkert fær grandað.

Sá maður kærir sig lítið um rök gegn sinni innri þekkingu. Hann veit að sá sem beitir þeim á bara eftir að sjá ljósið, ljós hins andlega. Það ljós sem hinn Hæsti sendir frá sér og lýsir upp hvern þann mann sem veitir því viðtöku, alveg sama hvaðan hann kemur. Það ljós sem hefur verið móttekið og þannig skapað þau andlegu hughrif sem menn finna á sérstökum stöðum eins og hér inni í reglu­heim­ilinu.

Andleg þekking, andleg viska og andans menn munu alltaf vera til.

Þeir sem vilja ekki skilja þá þekkingu munu alltaf vera til.

Umræðan hverju sinni tekur á sig nýja mynd eftir því á hvaða tíma hún er, hver talar.

Látum því ekki niðrandi tal og hæðnis­glósur í hinum ytri heimi trufla okkur í okkar andlegu vinnu. Við erum hér í leitinni að ljósi og sannleika og höfum gefið okkur að hinu andlega. Við höfum knúð dyra og það hefur verið opnað fyrir okkur.

Bræður. Við erum Andans Menn. Andans menn í hörðum heimi.

Bjarni Svein­björnsson vRm.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?