Að byrja með stæl

Fjörutíu St. Jóh. meistarar mættu á meist­ara­stigið

Það er virkilega gaman hvað Fjöln­is­bræður hefja starfið vel. 40 þeirra voru mættir, klárir til að takast á við meist­ar­arstigið og verða vitni framgöngu meðbrr. sem fetaði stigið í átt til skærara ljóss.

Í borðhaldinu var boðið upp á gufusoðna ýsu á ratatouil­lebeði með kartöflum. 

Eftir­rétt­urinn var ekki af verri endanum því Guðmundur Kr. Tómasson R&K Merkisberi reglunnar ávarpið ferða­langinn með einu af sínum mögnuðu erindum. 

Bræður hlustuðu andaktugir á þetta kynngi­magnaða og merking­ar­fulla erindi og hafði borðhaldið í örskots­stund breyst í fræðslufund. 

Hér var engu haldið eftir, öllu tjaldað til. Já þetta er svo sannarlega að byrja með stæl. 

Og þá er við hæfi að vekja athygli brr. á að Fræðslu­nefnd Frímúr­ar­a­regl­unnar efnir til veglegs fræða­þings, JÓHANNES III sem verður laugar­daginn 13. október og hefst kl. 14:00. Þar verður fjallað  um huliðs­heima III° stigsins. Fræðslu­nefndin hefur fengið til liðs við sig áhuga­verða fyrir­lesara, sem munu gefa okkur innsýn inn í heim þessa stigs. Allar frekari upplýs­ingar um fræðslu­þingið er hægt að nálgast með því að smella hér:

 

Nú kvakar engin lóa lengur,

nú liggur allt í værum blund.

Hinn bjarti sveinn frá bænum gengur;

hann beið þín, sæla friðar­stund.

 

Hann lætur blæinn baða vanga

og beinir öruggt sporið sitt;

hann þarf ei hræddum hug að ganga,

þú heiða nótt, um ríki þitt.

 

Úr ljóðinu Nótt eftir Þorsteinn Erlingsson

Eldra efni

Tölum saman í afmælinu
Sigur píslarvættisins
Organsláttur og flugstjórn
Skíma vonar

Innskráning

Hver er mín R.kt.?