Kæru bræður,
Stm. St. Jóh st. Iðunnar boðar til lokafundar stúkunnar á líðandi starfsári, næstkomandi laugardag 09. apríl kl. 12:00, í Regluheimilinu í Reykjavík.
Covid-19 faraldurinn hefur losað um tökin og því fáum við gott tækifæri til að hittast og njóta samveru og reglustarfs, næstkomandi laugardag.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta, hlusta á góða tónlist og gott erindi ræðumeistara, venju samkvæmt.
Sumarið bíður okkar, svo og vonin um líflegt og fræðandi stúkustarf á komandi starfsár. En þangað til skulum við njóta samverunnar bræður mínir.
Ég hlakka til þess að fá að hitta ykkur sem flesta, hressa og káta að venju.
Með brl. kveðjum,
Ólafur Helgi Kjartansson, Stm.
Hreinn Vídalín, R.