3° fundur á 330 degi ársins

Meðbróð­urnum farnaðist ferða­lagið vel

Þrjátíu og sex brr. voru saman komnir á vel heppnuðum 3°fundi. Einstaklega gott andrúmsloft og yfirveguð embætt­is­færsla. Meðbróð­urnum farnaðist ferða­lagið vel og stóð keikur eftir og sáttur með sitt. Í borðhaldi var það þorskur að hætti húsins með tjillí­mæj­onesi, kartöfluköku og hrísgrjónum.

Br. Reynir Arngrímsson ræddi um lífið og tilveruna og skautaði listavel á milli Braga Valdimars Skúla­sonar og Hávamála í frábærum flutningi sínum. Því vel við hæfi að grípa þann bolta og bjóða hér upp viskubrot úr Hávamálum:

Vin sínum
skal maðr vinr vera
ok gjalda gjöf við gjöf;
hlátr við hlátri.

Svo er hér annað viskubrot til að hugleiða til næsta fundar:

Menn leggja meira á sig við að fela bresti sína en laga þá.

Br Benjamín Franklin.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?