Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

27.09.2021- Upptökufundur á I°

Upptökufundur á I°

Þegar við göngum í Reglu frímúrara göngumst við undir mjög strangar og afgerandi skuld­bind­ingar gagnvart R. og brr. okkar.

Óeigin­gjörn umhyggja fyrir velferð annarra er sjaldséð nú á tímum. Að vísu höfum við allir meðfæddan hæfileika til að sýna öðrum kærleika. En þegar sumir menn komast að raun um að aðrir reyna að notfæra sér þá á ósann­gjarnan hátt, eða viðleitni þeirra til að sýna kærleika er misskilinn, kunna þeir að álykta sem svo að farsælast sé að sjá einungis um sjálfan sig.
Aðrir taka eftir að þeir sem arðræna náunga sinn komast oft til mikilla efna, fá e.t.v. þá hugmynd að þar sé kominn leiðin til að komast áfram í lífinu. Afleið­ingin er sú að flestir eiga mjög fáa sanna vini, ef þá nokkra.
Andi vantrausts og tortryggni verður ríkjandi. Hvað veldur þessu óhamingjusama og gleðisnauða ástandi ? Spyrji nú hver sig….

Annar fundur á starfsári St. Jóh. st. Akurs fór fram 27. september 2021.
Á fundinn mættu 34 bræður þ.a. voru tveir bræður gestir. Það voru Mímis­bræð­urnir, Lárus Ingólfsson X° og Haraldur Rafnar IX°. Voru þeim færðar bróður­legar þakkir fyrir heimsóknina
Ný bróðir gekk i Regluna á fundinum. Eru honum og fjölskyldu hans óskað hjart­anlega til hamingju með það gæfuspor að ganga í Reglu frímúrara og í St. Jóh. st. Akur.
Br. Magni Rúnar Þorvaldsson VI° söng við undirleik Br. söngstjóra, Gísla S. Einars­sonar X°. Þá voru einnig leikin lög af hljómdiskinum Bræðralög.
Br. ræðumeistari, Guðráður Sigurðsson VII°, flutti erindi sem fjallaði um dyggð­irnar.
Við bróður­mál­tíðina upplýsti Varameistari, stúkunnar, br. Hlynur Sigur­dórsson IX°, hverjir ættu afmæli til næsta fundar.

Daginn eftir fund, kom í ljós að einn bróðir var smitaður af hinni skæðu veiru, Covid og var ekki laust við að uggs hafi gætt á meðal annarra bræðra sem sóttu fundinn.
Svo fór að þrír bræður þurftu að fara í stóttkví.
Aðstoð­ar­meistari, stúkunnar, br. Sigurður Guðmundsson IX° stjórnaði fundi.

Ég vitnaði í það í upphafi þessa pistils, að þegar við gengum í Reglu frímúrara sórum við þess eið sem enginn grandvar maður getur svikið.
Bræður mínir, eiður okkar er skráður á meðal frímúr­ara­bræðra. Ábyrgðin er okkar allra.

Magnús Ólafs Hansson X°.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?