25 ára afmælis­tón­leikar Frímúr­arakórsins — Myndir á innri vef

Fyrrverandi stjórn­endur slógu m. a. taktinn

Í tilefni af 25 ára afmæl­is­hátíð kórsins á sl. ári kom upp sú hugmynd að bjóða fyrrverandi stjórn­endum hans að vera með og var ákveðið að þeir veldu sér lag sem sungið var í þeirra tíð og þeir myndu stjórna því sjálfir. Þeir þekktust boðið, tónleikar voru haldnir og vakti þetta framlag mikla lukku og kátínu.  Því miður eru tveir úr þessum hóp horfnir til Austursins eilífa en þeirra var minnst á hátíðinni. Það má segja að dagskrá tónleikanna hafi verið upprifjun laga sem kórinn hefur sungið í gegnum tíðina. Tónleik­arnir þóttu takast mjög vel.

Um kvöldið var svo haldin afmæl­is­hátíð þar sem allir flytj­endur og boðsgestir tónleikanna og systur tóku þátt. Þar fóru margir á kostum með gríni söng og leik.

14 af stofn­fé­lögum Frímúr­arakórsins starfa ennþá í honum og voru þeir heiðraðir á hátíðinni.

Brr. úr Ljósmynda­safni Reglunnar voru til staðar og tóku fjölda mynda á tónleikunum og á afmæl­is­há­tíðinni sem sýna og sanna hversu vel kórfé­lagar og gestir þeirra nutu stund­ar­innar með söng og gleði. Í framhaldi varð síðan til mynda­albúm sem hægt er að skoða með því að skrá sig á innri vef Reglunnar.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?