Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

11.10.2021- Upptökufundur á I°

Upptökufundur á I°

Hlutverk ljóssins í starfi okkar er lykil­atriði og okkur eru lagðar miklar skyldur á herðar í kristilegu hugarfari og líferni, sem við eigum að breyta eftir og vera þannig góðar fyrir­myndir í okkar samfélagi.
Þetta er svarið okkar við myrkri, kulda, illsku, sundrung. Þetta er hið margprófaða svar, þaulreynt, það er hið eina sem gildir. Að láta ljósið lýsa sér og leitast við að breiða það út. Þetta fáum við líka svo oft að sjá í samskiptum bræðranna og framgöngu í hinum ytri heimi. Þetta svar Reglunnar er svarið okkar.

Þriðji fundur starfsárs í St. Jóh. st. Akri fór fram mánudaginn 11. október 2021 og var um upptökufund að ræða.
Ný bróðir gekk í Regluna á fundinum. Eru honum og fjölskyldu hans óskað hjart­anlega til hamingju með það gæfuspor, að ganga í Reglu frímúrara og í St. Jóh. st. Akur.
Br. Magnús Ólafs Hansen X° söng við undirleik Br. söngstjóra, Gísla S. Einars­sonar X°. Þá voru einnig leikin lög af hljómdiskinum Bræðralög.

Á fundinn mættu 37 bræður þar af þrír bræður, gestir.
Það voru þeir Njarð­ar­bræður, br. Benóný Bergmann Viggósson X° og br. Stein­grímur B. Gunnarsson X°.
Auk þeirra þá var Lilju­bróð­irinn, Guðmundur Hagalín Guðmundsson, X°, E.Yf.Stv. Lands­stúk­unnar, hann er einnig meðmælandi hins ókunna leitanda sem gekk í Regluna á fundinum.

Br. ræðumeistari (Rm) Guðráður Sigurðsson VII° flutti erindi sem fjallaði um táknin, handbragð og fleira.
Við bróður­mál­tíðina upplýsti Aðstoð­ar­meistari, stúkunnar, br. Sigurður Guðmundsson IX°, hverjir ættu afmæli til næsta fundar.

Manneskjan er vera sem er í samskiptum við aðra. Hún þarf að vera í samskiptum til þess að lifa af. Því hún er félagsvera.
Enginn er eyland, er stundum líka sagt, og þá er hugsunin sú að enginn standi einn og yfirgefinn alla daga sem væri hann staddur á eyðieyju. Samskipti við annað fólk eru öllum nauðsynleg. „Traustur vinur er verðmætari öllu, á engan kvarða fæst gildi hans metið.“
Magnús Ólafs Hansson X

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?