100 ára afmælis H&V fundur St.Jóh.st. Eddu

9. mars 2019

Þann 9. mars 2019 verður hátíðar- og veislu­stúka sett í St.Jóh.st. Eddu og 100 ára afmælis stúkunnar minnst.

Á fundinum verður flutt tónlist sem samin hefur verið fyrir stúkuna í áranna rás. Flutt verður samantekt um starf stúkunnar í 100 ár og fjallað um stofnfund hennar.

Rétt er að vekja athygli á því að fundurinn hefst kl 17:00 en ekki kl 19:00 eins og segir í prentaðri dagskrá. Búist er við fjölmenni og eru bræður hvattir til að mæta tímanlega á fundardegi.

Skráning á fundinn

Skráning er hafinn á fundinn hér á vefnum. Vinsam­legast athugið að þar sem búist er við miklum fjölda brr. á fundinn er nauðsynlegt að allir skrái sig rafrænt hér, einnig þeir sem ætla aðeins að mæta á fundinn og ekki í mat.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á fundinn.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?