1° fundur með afmælisívafi

90 ára höfðingjar

2021, Afmæli, Gimli, Helgi Viktorson 90, Svavar Benediktsson 90ára, Sævar Kristjánsson, Terta

Mánudaginn 15.nóvember síðast­liðin var haldinn 1° fundur í stúkunni. Fundurinn var upptökufundur og fór í allastaði mjög vel fram. Hámarks­fjöldi fundarins tók mið af núverandi samkomutak­mörkum og grímu­skylda var á fundinum og í borðhaldinu.

Skemmtilegt er að segja frá því að á fundinum voru tveir Gimli­bræður sem báðir höfðu náð 90 ára aldri. Það voru þeir Helgi Victorsson, sem varð 90 ára þann 3. ágúst síðast­liðinn og afmæl­isbarn dagsins, Svavar Benediktsson, sem fagnaði 90 ára afmæli sínu með Gimli­bræðrum.

Þeir bræður sem mættu á fundinn og sátu borðhaldið í framhaldið gæddu sér á myndar­legri og einstaklega bragð­góðri afmæl­isköku sem afmæl­is­barnið hafði komið með.

Ljósmynd­arinn Jón Svavarsson var að sjálf­sögðu mættur og tók myndir af af afmæl­is­barninu og öðrum fundar­gestum: Gimli I° Svavar 90 ára

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?