Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Forskráning á fundi

Leiðbein­ingar

Eftir að fundir hafa verið leyfðir á ný í marsmánuði 2021 og út starfs­vet­urinn hið minnsta, er krafa gerð um forskráningu á alla fundi. Til að einfalda brr. ferlið að forskrá sig hefur verið tekið upp nýtt kerfi hér á vef R. Tilgangur forskrán­ing­unnar er að passa fjölda­tak­markanir á fundi. Reiknaður hefur verið hámarks­fjöldi fyrir hvert rými hjá R. og mikilvægt er að ekki séu fleiri að mæta en leyfilegt er.

Til þess að forskrá sig á fundi þarf einungis að fylgja eftir­farandi skrefum:

  1. Vera innskráður á innri vef R.
  2. Smella á hnappinn „Rafræn forskráning á fundi“ af forsíðu vefsins.
  3. Velja „Forskrá“ við þann fund sem áætlað er að sækja.

ATH! Starfandi embætt­ismenn á viðkomandi fundi eiga EKKI að forskrá sig, þar sem búið að er að gera ráð fyrir þeim talningu á fundinn.

Ef br. hefur forskráð sig en kemst síðan ekki á fundinn einhverra hluta vegna, er hann vinsam­legast beðinn að afskrá sig, til að annar br. geti nýtt hans sæti. Þetta er gert á sama hátt og lýst var að ofan, nema nú velur maður „Afskrá“ á viðkomandi fundi.

Hér að neðan má sjá ferlið í myndbands­formi.

Alla umfram aðstoð varðandi forskrán­ingar má fá hjá Sm. stúku þeirrar fundar sem áætlað er að sækja.

Leiðbein­ingar í myndbandi

Innskráning

Hver er mín R.kt.?