Á skrifstofu Frímúrarareglunnar er hægt að kaupa ýmsa gripi tengda stúkunum og Reglunni. Þetta eru til dæmis bækur, geisladiskar, minnispeningar og fleira. Hér að neðan má sjá úrvalið, og verð.
Til þess að kaupa einhvern af þessum gripum, vinsamlegast sendið tölvupóst á skrifstofa@frimur.is og tilgreinið hvaða vörur áhugi er fyrir. Einnig má hafa samband í síma 510 7800.
Minjagripur

Verð: 25.000
Til sölu er minjagripur sem er tilvalin gjöf til bræðra almennt, þeirra sem eiga stórafmæli, hafa lokið merkum áfanga á frímúrarabrautinni eða erlendra gesta og þá um leið hentugur til gjafa í heimsóknum bræðra til stúkna erlendis.
Minjagripurinn sem er að stærð: 120X85X6 mm er lágmynd úr bronsi af anddyri höfuðstöðva Frímúrarareglunnar á Íslandi. Hann er númeraður, með gati á bakhlið til þess að hengja á vegg, getur legið á borði sem bréfapressa eða settur á borðstand. Hönnuður er R&K Aðalsteinn V. Júlíusson. Gripurinn kemur í fallegri gjafaöskju.
SMR hefur ákveðið að ágóði af sölu minjagripsins renni til Styrktarsjóðs Reglunnar.
Stúkur utan Reykjavíkur sem eru með sjálfstæðan fjárhag, geta fengið þann fjölda sem þær telja sig þurfa, en hagnaðurinn af sölu minjagripsins rennur til styrktarsjóðs viðkomandi stúku.
Bræðranefndir stúknanna verða tengiliðir við Styrktarráð og aðalskrifstofu Reglunnar, en þar fer fram afhending og greiðsla fyrir minjagripinn.
Minningarmynt — Frímúrarareglan 50 ára

Verð: 10.000
Í tilefni af 50 ára afmæli Frímúrarareglunnar á Íslandi var slegin sérstök minningarmynt. Myntin kemur í gjafaöskju og er falleg tækifærisgjöf til brr.
Frímúrarareglan á Íslandi 50 ára

Verð: 4.500
Í tilefni af 50 ára afmæli Frímúrarareglunnar á Íslandi var gefin út þessi bók. Í henni má finna ágrip af sögu Reglunnar, upplýsingar um þær stúkur sem voru starfandi við útgáfu (2001) og fleira.
Frímúrarastarf á Akureyri í 70 ár

Verð: 4.500
Í tilefni af 70 árum af frímúrarastarfi á Akureyri var gefið út veglegt rit, þar sem er farið fyrir sögu og starf brr. á norðurlandi.
Bróðurkærleikur

Verð: 900
Fræðaráð gaf út, árið 2004, rit um bróðurkærleik. Þetta rit er byggt á Broderkontakt — Veiledning for egenutvikling og for arbeid i studiegrupper, sem var gefið út í Noregi í tengslum við 250 ára afmæli norsku St. Jóh. st. Olaus t.d.h. Leopard. Þetta rit var þýtt á íslensku og búinn til útdráttur úr því efni.
Félagatal með myndum

Verð frá: 1.000
Myndamöppur með félagatali og myndum af öllum brr. Frímúrarareglunnar á Íslandi fram að 2013.
Tómar möppur fáanlegar á 1.000 kr. Pakkar með blaðsíðum skv. töflu.
Verð á pökkum í félagatal með myndum
Ártal | Verð | |
Pakki 1 | Til 1966 | 1.000 |
Pakki 2 | 1966–1976 | 1.000 |
Pakki 3 | 1976–1980 | 1.000 |
Pakki 4 | 1981–1986 | 1.000 |
Pakki 5 | 1986–1992 | 1.500 |
Pakki 6 | 1992–1997 | 2.000 |
Pakki 7 | 1997–2001 | 2.500 |
Pakki 8 | 2001–2007 | 3.500 |
Pakki 9 | 2007–2013 | 4.000 |
Stúkulögin I

Verð: 2.000
Frímúrarakórinn flytur stúkulög. Hljóðritun fór fram 2009 og 2010 í Víðisstaðakirkju, undir stjórn Jóns Kristins Cortez.
Diskurinn inniheldur 16 stúkulög.
Tónlist úr stúkustarfi 1919–2009

Verð: 2.000
Úrval af þeirri tónlist sem hefur verið notuð í Frímúrarastarfi á Íslandi frá árinu 1919.
Diskurinn inniheldur 28 lög.
Bræðralög

Verð: 2.000
Frímúrarakórinn flytur ýmis lög tengd starfi Frímúrara.
Diskurinn inniheldur 16 lög.