Verslun

Á skrif­stofu Frímúr­ar­a­regl­unnar er hægt að kaupa ýmsa gripi tengda stúkunum og Reglunni. Þetta eru til dæmis bækur, geisladiskar, minnis­pen­ingar og fleira. Hér að neðan má sjá úrvalið, og verð.

Til þess að kaupa einhvern af þessum gripum, vinsam­legast sendið tölvupóst á skrif­stofa@frimur.is og tilgreinið hvaða vörur áhugi er fyrir. Einnig má hafa samband í síma 510 7800.

Minja­gripur

Verð: 25.000

Til sölu er minja­gripur sem er tilvalin gjöf til bræðra almennt, þeirra sem eiga stórafmæli, hafa lokið merkum áfanga á frímúr­ara­brautinni eða erlendra gesta og þá um leið hentugur til gjafa í heimsóknum bræðra til stúkna erlendis.

Minja­grip­urinn sem er að stærð: 120X85X6 mm er lágmynd úr bronsi af anddyri höfuð­stöðva Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi. Hann er númeraður, með gati á bakhlið til þess að hengja á vegg, getur legið á borði sem bréfa­pressa eða settur á borðstand. Hönnuður er R&K Aðalsteinn V. Júlíusson. Gripurinn kemur í fallegri gjafa­öskju.

SMR hefur ákveðið að ágóði af sölu minja­gripsins renni til Styrkt­ar­sjóðs Reglunnar.

Stúkur utan Reykja­víkur sem eru með sjálf­stæðan fjárhag, geta fengið þann fjölda sem þær telja sig þurfa, en hagnað­urinn af sölu minja­gripsins rennur til styrkt­ar­sjóðs viðkomandi stúku.

Bræðra­nefndir stúknanna verða tengi­liðir við Styrkt­arráð og aðalskrif­stofu Reglunnar, en þar fer fram afhending og greiðsla fyrir minja­gripinn.

Minning­armynt — Frímúr­ar­a­reglan 50 ára

Verð: 10.000

Í tilefni af 50 ára afmæli Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi var slegin sérstök minning­armynt. Myntin kemur í gjafa­öskju og er falleg tækifærisgjöf til brr.

Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi 50 ára

Verð: 4.500

Í tilefni af 50 ára afmæli Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi var gefin út þessi bók. Í henni má finna ágrip af sögu Reglunnar, upplýs­ingar um þær stúkur sem voru starfandi við útgáfu (2001) og fleira.

Frímúr­arastarf á Akureyri í 70 ár

Verð: 4.500

Í tilefni af 70 árum af frímúr­ara­starfi á Akureyri var gefið út veglegt rit, þar sem er farið fyrir sögu og starf brr. á norður­landi.

Bróðurkær­leikur

Verð: 900

Fræðaráð gaf út, árið 2004, rit um bróðurkærleik. Þetta rit er byggt á Broder­kontakt — Veiledning for egenut­vikling og for arbeid i studiegr­upper, sem var gefið út í Noregi í tengslum við 250 ára afmæli norsku St. Jóh. st. Olaus t.d.h. Leopard. Þetta rit var þýtt á íslensku og búinn til útdráttur úr því efni.

Félagatal með myndum

Verð frá: 1.000

Mynda­möppur með félagatali og myndum af öllum brr. Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi fram að 2013.

Tómar möppur fáanlegar á 1.000 kr. Pakkar með blaðsíðum skv. töflu.

Verð á pökkum í félagatal með myndum

ÁrtalVerð
Pakki 1Til 19661.000
Pakki 21966–19761.000
Pakki 31976–19801.000
Pakki 41981–19861.000
Pakki 51986–19921.500
Pakki 61992–19972.000
Pakki 71997–20012.500
Pakki 82001–20073.500
Pakki 92007–20134.000

Stúku­lögin I

Verð: 2.000

Frímúr­arakórinn flytur stúkulög. Hljóð­ritun fór fram 2009 og 2010 í Víðis­staða­kirkju, undir stjórn Jóns Kristins Cortez.

Diskurinn inniheldur 16 stúkulög.

Tónlist úr stúku­starfi 1919–2009

Verð: 2.000

Úrval af þeirri tónlist sem hefur verið notuð í Frímúr­ara­starfi á Íslandi frá árinu 1919.

Diskurinn inniheldur 28 lög.

Bræðralög

Verð: 2.000

Frímúr­arakórinn flytur ýmis lög tengd starfi Frímúrara.

Diskurinn inniheldur 16 lög.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?