Saga Bókasafns Reglunnar er í upphafi samofin sögu St. Jóhannesarstúkunnar Eddu. Rætur safnsins liggja í þeirri hefð Eddubræðra að hittast tvisvar í viku, á föstudögum og sunnudögum, til þess að lesa saman þau rit sem stúkan hafði eignast, væntanlega mest frá Danmörku. Fór þá að myndast vísir að bókasafni. Í 25 ára afmælisriti Eddu stendur: „Fóru þá ýmsir bræður að gefa nokkurt fé til bókakaupa eða útvega stúkunni bækur er hún greiddi fyrir.“
Húsnæði bókasafnsins var fyrst undir súð í Austurstræti 16 en eftir að Reglan flutti í Borgartún hefur það verið í núverandi sal sem einnig var matsalur Reglunnar allt þar til matsalurinn í nýbyggingunni við Bríetartún 5 var tekinn í notkun.
Safn erinda og bóka er orðið all álitlegt eða 1100 erindi og 2350 bækur.