Norður­ljósa­klúbburinn

The Northren Lights Masonic Club

The Northren Lights Masonic Club (NLMC)  var stofnaður á Kefla­vík­ur­flug­velli 6. október árið 1949, af  tuttugu Frímúr­ara­bræðrum bæði Íslend­ingum og Banda­ríkja­mönnum.  Fyrsti forseti klúbbsins var Donald C. Romig.

Hr. Romig og eiginkona hans.

Þessi mynd og texti af Hr. Romig og eiginkonu hans, er tekin úr blaðinu „The White Falcon“  (WF) sem gefið var út vikulega á flugvellinum í marga áratugi. En á vefsíðu timarit.is, má lesa tbl. af The White Falcon, þar sem er að finna nokkrar skemmti­legar heimildir af starfi NLMC seinni hluta 20 aldar­innar.

Þessi mynd er úr WF, blaði sem var gefið út 25. janúar 1958, eiginkona Donalds var Anna Kristjana Þórar­ins­dóttir, þau áttu lengi vel heima að Hring­braut 71, í Keflavík.

Fyrstu áratugina voru tveir kvöld­verða­fundir í hverjum mánuði en í kringum árið 1975,  var funda­tímum breytt þannig að það var einn hádeg­is­verð­ar­fundur í mánuði haldinn í Officera Klúbbnum (Three flags club) á Kefla­vík­ur­flug­velli.  Einnig var einn og einn sérstakur kvöld­verða­fundur fundur boðaður í takt við óskir félaga og stjórnar hverju sinni.

NLMC er ekki rekið í hagnað­ar­skyni og skal megin tilgangur vera að draga saman frímúrara bræður frá öllum samþykktum stúkum til að auka á bræðralag, með gagnkvæman hag í huga og framkvæmd frímúrara hugsjóna.

Fundir Norður­ljósa klúbbsins eru haldnir í húsnæði Jóhannesar Stúkunar Sindra að Bakkastíg í Reykja­nesbæ.

Nánari upplýs­ingar um fundi og stjórn er hægt að nálgast á vefsíðu Norður­ljósa klúbbsins.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?