Golfklúbburinn Frímann

Tilgangur klúbbsins

Frímann — Golklúbbur Frímúrara

Megin tilgangur og markmið klúbbsins er að glæða og viðhalda áhuga frímúrara og fjölskyldna þeirra á golfí­þróttinni. Klúbburinn stendur fyrir golfmótum og annari félags­starfsemi sem tengist íþróttinni.

Aðalfundur Frímanns 2019 verður haldinn 30. mars.
Lesa má nánar um fundinn hér.

Vinavellir 2019-2020

Samningar hafa tekist við eftir­farandi vinavelli Frímanns leikárið 2019.

Braut­arholt félagi greiðir 2.000 kr. pr. hring

Grund­ar­fjörður – Bárarvöllur félagi greiðir 1.000 kr. pr. hring

Ísafjörður – Tungu­dalsvöllur félagi greiðir 1.500 kr. pr. hring

Sauðár­krókur – Hlíðar­enda­völlur félagi greiðir 1.500 kr. pr. hring

Akureyri – Jaðar­svöllur félagi greiðir 2.000 kr. pr. hring

Úthlíð­ar­völlur félagi greiðir 1.500 kr. pr. hring

Flúðir – Selsvöllur félagi greiðir 1.600 kr. pr. hring

Hvera­gerði – Gufudalsvöllur félagi greiðir 1.100 kr. pr. hring m.v. 9 holur og 1.600 kr. pr. 18 holur

Grindavík – Húsatófta­völlur félagi greiðir 2.000 kr. pr. hring

Hella – Strand­ar­völlur félagi greiðir 2.000 kr. pr hring

 

Leikmaður skráir nafn sitt í bók skýrt og greinilega ásamt kennitölu og félags­númeri, framvísar gildu félags­skír­teini 2018 til starfs­manns klúbbs. Leiknir hringir á hvern félagsmann verði ekki fleiri en 5.

Mögulega koma fleiri viðbætur í þennan flokk en í dag eru þetta 10 klúbbar sem teljast til vinavalla Frímanns.

Innheimtu­seðill hefur verið sendur í heima­banka félags­manna og verða félags­skír­teini send skilvísum félögum í byrjun maí 2018.

Árleg mót haldin á vegum Frímanns

Bræðra­mótið
Mótið er haldið á Hellu fyrsta laugardag í júní ár hvert (nema þegar fyrsta laugardag í júní ber upp á síðust daga maímánaðar.

Landsmót frímúrara
Lands­mótið verður haldið í Stykk­is­hólmi og Grund­ar­firði í ár.
Keppn­is­vellir eru mismunandi frá ári til árs.

Árgjald 2019-2020

Að gerast félagi í Frímann

    • Til að gerast félagi þarf eingöngu að senda beiðni um inngöngu með netpósti á frimanngolf@gmail.com með nafni og kennitölu og stúku.

Upplýs­ing­ar­veita Frímanns er facebook síða klúbbsins, þar eru upplýs­ingar um úrslit móta og starf­semina. Til að komast þangað smellið á link hér að neðan.
https://www.facebook.com/Frimanngolf

  • Árgjald 2019-2020, Óbreytt gjald frá í fyrra Frímúr­ara­bróðir kr. 5.000
    Eiginkona og niðjar frímúr­ara­bróður kr. 2.500

Stjórn Frímanns 2019—2020

Formaður
Baldvin MagnússonMímirbaldvin@huseign.is898 1177
Varaformaður
Asmundur R. RichardssonGimliasir@simnet.is8922500
Gjaldkeri
Þorgeir Ver HalldórssonSindrithorver@simnet.is6914809
Mótstjóri
Ellert Þór MagnasonGlitnirellert@alnabaer.is8225999
Ritari
Þorkell ÁgústssonGimiltf-ftp@simnet.is6600333
Varamenn
Erling Adolf ÁgústssonFjölnirerling@mbl.is6989898
Már SveinbjörnssonHamarmarh6@outlook.com8252302
Hrafnkell TuliníusMímirhtul64@gmail.com6600501

Saga klúbbsins

Þann 14. nóvember 2001 stofnuðu 62 bræður og systur golfklúbbinn Frímann. Undir­bún­ing­nefnd að stofnun klúbbsins var skipuð þeim Hannesi Guðmundssyni úr Gimli, Guðmundi S. Guðmundssyni úr Mími og Hauki Björnssyni úr Mími. Það var einmitt sá síðast­nefndi sem lagði til að nafn klúbbsins yrði Frímann – Golfklúbbur Frímúrara skams­tafað FGF.

Á stofn­fundinum voru hugmyndir háleitar eins og vænta mátti varðandi starfsemi klúbbsins og náðu sumar miklum hæðum. Meðal annars var rætt um kaup á landi undir golfvöll. Bróðir okkar úr Gimli og raunsæ­is­maður mikill, Hannes Guðmundsson f.v. forseti Golfsam­bands Íslands, sté í pontu og fór yfir þá umræðu sem hafði farið fram á fundinum og dró fundarmenn aftur niður á jörðina. Hannes benti mönnum á að það eitt að byggja upp golfvöll kostaði mikla peninga, hundruð milljóna króna, og taldi Hannes betra að stíga fyrstu skrefin varlega til jarðar í þessum efnum og hefja þess í stað viðræður við minni starfandi golfklúbba og aðstoða þá og efla til frekari uppbygg­ingar sinna valla. Það varð síðan úr að fjótlega veturinn 2001-2002 hófst samstarf við golfklúbb Bakkakots. Það samstarf stóð í nokkur ár en lauk endanleg er Bakkakot var sameinað Kili í Golfklúbb Mosfells­bæjar.

Fyrsta stjórn Frímanns var skipuð þeim Guðmundi S. Guðmundssyni Mími sem var formaður, Antoni Bjarnasyni Glitni, Leópold Sveinssyni Fjölni, Birni Karlssyni Hamri, Ágústi Ragnarssyni Mími, Paul Bjarne Hansen Gimli, Hannesi Guðmundssyni Gimli, Hauki Björnssyni Mími og Einari Einarssyni Eddu.

Tilgangur og markmið Frímanns er að glæða og viðhalda áhuga frímúrara og fjölskyldna þeirra á golfí­þróttinni. Félagið stendur fyrir golfmótum og annarri félags­starfsemi sem tengist íþróttinni. Félagsmenn eru vel á fjórða hundraðið. Innan Frímanns eru kylfingar af báðum kynjum, á öllum aldri, allt frá byrjendum til meist­ara­flokks­manna og eru þeir búsettir víða um landið. Flestir félag­arnir í Frímanni eru auk þess félagar í hinum ýmsu golfklúbbum.

Frímann hefur staðið fyrir alls kyns félags­starfsemi s.s. golfmótum, golfnám­skeiðum, reglu­nám­skeiðum o.fl. Klúbburinn hefur gert vinavalla­samninga við nokkra frábæra golfvelli og njóta félagsmenn sérkjara á þeim völlum.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?