
Frímann — Golklúbbur Frímúrara
Megin tilgangur og markmið klúbbsins er að glæða og viðhalda áhuga frímúrara og fjölskyldna þeirra á golfíþróttinni. Klúbburinn stendur fyrir golfmótum og annari félagsstarfsemi sem tengist íþróttinni.
Aðalfundur Frímanns verður ákveðinn síðar – eldri stjórn mun skipta með sér verkum þar til nýr aðalfundur verður haldinn.
Lesa má nánar um fundinn hér.
Stjórn Frímann tók þá ákvörðun að fresta bræðramótinu sem vera átti 30 maí á Hellu. Ákvörðunin er tekin vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Teljum við þetta hið eina rétta í stöðunni.
Við höfum verið í sambandi við golfklúbbinn á Hellu og þeir munu hafa klúbbhúsið hjá sér lokað fram í byrjun júní. Bræðramótinu var síðast frestað er Eyjafjallajökull gaus og haldið síðar um sumarið og var ekki mikil þátttaka þegar það var haldið síðar um sumarið.
Við munum skoða hvort við komum mótinu fyrir síðar í sumar og hvort stemming sé fyrir því. En margir að okkar félagsmönnum eru nú þegar búnir að skipuleggja sumarið sitt svo ekki er víst að það komist fyrir ef ekki sjáumst við hress á Landsmótinu
Vinavellir 2020-2021
Samningar hafa tekist við eftirfarandi vinavelli Frímanns leikárið 2020.
Brautarholt félagi greiðir 2.000 kr. f 12 holur
Brautarholt félagi greiðir 2.500 kr. pr. hring
Grundarfjörður – Bárarvöllur félagi greiðir 1.000 kr. pr. hring 9 holur
Ólafsvík – Fróðárvöllur félagi greiðir 1.000 kr. pr. hring 9 holur
Stykkishólmur – Víkurvöllur félagi greiðir 1.000 kr. pr. hring 9 holur
Ísafjörður – Tungudalsvöllur félagi greiðir 1.500 kr. pr. hring 9 holur
Sauðárkrókur – Hlíðarendavöllur félagi greiðir 1.500 kr. pr. hring f 9 holur
Akureyri – Jaðarsvöllur félagi greiðir 2.000 kr. pr. hring
Úthlíðarvöllur félagi greiðir 1.500 kr. pr. hring 9 holur
Flúðir – Selsvöllur félagi greiðir 1.600 kr. pr. hring
Hveragerði – Gufudalsvöllur félagi greiðir 1200 kr. pr. hring m.v. 9 holur og 1.700 kr. pr. 18 holur
Grindavík – Húsatóftavöllur félagi greiðir 2.000 kr. pr. hring
Hella – Strandarvöllur félagi greiðir 2000 kr. pr hring
Leikmaður skráir nafn sitt í bók skýrt og greinilega ásamt kennitölu og félagsnúmeri, framvísar gildu félagsskírteini 2020 til starfsmanns klúbbs. Leiknir hringir á hvern félagsmann verði ekki fleiri en 5. Við áréttum að ekki er gert ráð fyrir að menn spili fleiri en 5 hringi á hverjum velli.
Mögulega koma fleiri viðbætur í þennan flokk en í dag eru þetta 12 klúbbar sem teljast til vinavalla Frímanns.
Innheimtuseðill hefur verið sendur í heimabanka félagsmanna og verða félagsskírteini send skilvísum félögum í byrjun maí 2020.
Félagsgjaldið í Frímann hefur verið ákveðið óbreytt frá síðasta ári eða 5000 kr fyrir bræður og 2500 fyrir maka.
Árleg mót haldin á vegum Frímanns
Bræðramótið
Mótið er haldið á Hellu fyrsta laugardag næst mánaðarmótum maí – júní ár hvert. Mótinu frestað í ár vegna Qovid-19
Landsmót Frímúrara fer fram á golfvellinum á Húsatóftum í Grindavík laugardaginn 8. ágúst 2020.
Mótið verður sett í Regluhúsinu við Ljóstutröð í Hafnarfirði föstudaginn 7. ágúst kl 20:00. Þar verður skráning í mótið staðfest og bræður og systur skipa sér í lið.
Ræst verður út af öllum teigum kl 11:00 á laugardag í Grindavík
Lokahóf, verðlaunaafhending og mótsslit verða kl 18:00 á laugardagskvöldið í húsi Gólfklúbbs Grindavíkur.
Keppnisfyrirkomulag
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í eftirfarandi flokkum.
– Punktakeppni með forgjöf, hámarksforgjöf bræðra 24,0 og systra 28,0
– Höggleik án forgjafar
– Liðakeppni þar sem 3 eða 4 manna lið stúkna keppa í punktakeppni með forgjöf. 3 skor hvers liðs telja til úrslita og telur skor 4 liðsmanns ef lið eru jöfn.
Bræður úr sömu stúku geta myndað eins mörg lið og fjöldi bræðra leyfir. Veita má undanþágu til að mynda lið bræðra úr fleiri en einni stúku, ef fjöldi bræðra einhverra stúkna ná ekki tilskyldum fjölda til að mynda lið.
Sama fyrirkomulag gildir um keppnisfyrirkomulag systra,.Stúka bróður ræður liðsskipan systra
Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 brautum.
Skráning og mótsgjald
Skráning hefst 9 Júlí 2020 og fer fram á golf.is undir Mótaskrá.
Mótið er orðið fullt en hægt er að skrá sig á biðlista hjá: ari@hreint.is og gudmundur@stod.is
Greiða skal mótsgjaldið samhliða skráningu á bankareikning Frímanns 0546-26-3310 – kt:550102-3310.
Skrá skal Landsmót 2020 sem skýringu greiðslu.
Mótsgjald er eftirfarandi:
– Golf og kvöldverður kr. 11.000
– Golf eingöngu: kr. 6,000
– Matur eingöngu: kr. 6,000
- – Skráning í bæði mót á www.golf.is
Landsmót frímúrara
Landsmótið verður haldið í Grindavík í ár.
Keppnisvellir eru mismunandi frá ári til árs.
Árgjald 2020-2021
Að gerast félagi í Frímann
-
- Til að gerast félagi þarf eingöngu að senda beiðni um inngöngu með netpósti á frimanngolf@gmail.com með nafni og kennitölu og stúku.
Upplýsingarveita Frímanns er facebook síða klúbbsins, þar eru upplýsingar um úrslit móta og starfsemina. Til að komast þangað smellið á link hér að neðan.
https://www.facebook.com/Frimanngolf
- Árgjald 2020-2021, Óbreytt gjald frá í fyrra Frímúrarabróðir kr. 5.000 makar 2500 kr.
Stjórn Frímanns 2019—2020
Formaður | |||
Baldvin Magnússon | Mímir | baldvin@huseign.is | 898 1177 |
Varaformaður | |||
Asmundur R. Richardsson | Gimli | asir@simnet.is | 8922500 |
Gjaldkeri | |||
Þorgeir Ver Halldórsson | Sindri | thorver@simnet.is | 6914809 |
Mótstjóri | |||
Ellert Þór Magnason | Glitnir | ellert@alnabaer.is | 8225999 |
Ritari | |||
Þorkell Ágústsson | Gimil | tf-ftp@simnet.is | 6600333 |
Varamenn | |||
Erling Adolf Ágústsson | Fjölnir | erling@mbl.is | 6989898 |
Már Sveinbjörnsson | Hamar | marh6@outlook.com | 8252302 |
Hrafnkell Tuliníus | Mímir | htul64@gmail.com | 6600501 |
Saga klúbbsins
Þann 14. nóvember 2001 stofnuðu 62 bræður og systur golfklúbbinn Frímann. Undirbúningnefnd að stofnun klúbbsins var skipuð þeim Hannesi Guðmundssyni úr Gimli, Guðmundi S. Guðmundssyni úr Mími og Hauki Björnssyni úr Mími. Það var einmitt sá síðastnefndi sem lagði til að nafn klúbbsins yrði Frímann – Golfklúbbur Frímúrara skamstafað FGF.
Á stofnfundinum voru hugmyndir háleitar eins og vænta mátti varðandi starfsemi klúbbsins og náðu sumar miklum hæðum. Meðal annars var rætt um kaup á landi undir golfvöll. Bróðir okkar úr Gimli og raunsæismaður mikill, Hannes Guðmundsson f.v. forseti Golfsambands Íslands, sté í pontu og fór yfir þá umræðu sem hafði farið fram á fundinum og dró fundarmenn aftur niður á jörðina. Hannes benti mönnum á að það eitt að byggja upp golfvöll kostaði mikla peninga, hundruð milljóna króna, og taldi Hannes betra að stíga fyrstu skrefin varlega til jarðar í þessum efnum og hefja þess í stað viðræður við minni starfandi golfklúbba og aðstoða þá og efla til frekari uppbyggingar sinna valla. Það varð síðan úr að fjótlega veturinn 2001-2002 hófst samstarf við golfklúbb Bakkakots. Það samstarf stóð í nokkur ár en lauk endanleg er Bakkakot var sameinað Kili í Golfklúbb Mosfellsbæjar.
Fyrsta stjórn Frímanns var skipuð þeim Guðmundi S. Guðmundssyni Mími sem var formaður, Antoni Bjarnasyni Glitni, Leópold Sveinssyni Fjölni, Birni Karlssyni Hamri, Ágústi Ragnarssyni Mími, Paul Bjarne Hansen Gimli, Hannesi Guðmundssyni Gimli, Hauki Björnssyni Mími og Einari Einarssyni Eddu.
Tilgangur og markmið Frímanns er að glæða og viðhalda áhuga frímúrara og fjölskyldna þeirra á golfíþróttinni. Félagið stendur fyrir golfmótum og annarri félagsstarfsemi sem tengist íþróttinni. Félagsmenn eru vel á fjórða hundraðið. Innan Frímanns eru kylfingar af báðum kynjum, á öllum aldri, allt frá byrjendum til meistaraflokksmanna og eru þeir búsettir víða um landið. Flestir félagarnir í Frímanni eru auk þess félagar í hinum ýmsu golfklúbbum.
Frímann hefur staðið fyrir alls kyns félagsstarfsemi s.s. golfmótum, golfnámskeiðum, reglunámskeiðum o.fl. Klúbburinn hefur gert vinavallasamninga við nokkra frábæra golfvelli og njóta félagsmenn sérkjara á þeim völlum.