Reiðklúbbur Frímúrara

Reiðmenn vindanna

Reiðklúbbur Frímúrara á Íslandi. Allir bræður í Frímúr­ar­a­reglunni á Íslandi geta gerst félagar í Reiðklúbbnum en fjölskyldu­með­limir og gestir félags­manna eru jafnan velkomnir í alla reiðtúra og ýmsum uppákomum á vegum klúbbsins.
Klúbburinn hóf innreið sína á síðasta ári nánar tiltekið 7 febrúar 2017

Heilir og sælir bræður, reiðmenn vindanna.

Við höfum ákveðið að farnar verða tvær ferðir í ár, önnur nú í vor og hin í sumar.

Vorferð verður laugar­daginn 23. maí. Farið verður frá Hlíðarenda 19 (Spretti) kl. 11:00 og riðið til Hafnar­fjarðar þar tekur á móti okkur bróðir Sveinn Áki.

Sumar­ferðin verður laugar­daginn 20 júní og er ætlunin að ríða frá Eiríks­bakka í Skálholt, þar mun vígslu­biskup br. Kristján Björnsson taka á móti okkur.
Búið að ganga frá því að við getum komið hestum fyrir á Eiríks­bakka 19.6. þ.e. degi áður en riðið er í Skálholt. Br. Pétur Örn verður tengi­liður og leiðbeinir mönnum hvar setja eigi hrossin.
Mæting á Eiríks­bakka væri ekki seinna en 12.30 þann 20.6. og miðað við að ríða af stað kl. 14. Kristján Skarp­héð­insson á Eiríks­bakka mun að líkindum fylgja okkur af stað og ríða bakka Stóru-Laxár með okkur.
Vígslu­biskup í Skálholti br. Kristján Björnsson tekur á móti okkur, segir frá sögu Skálholts­staðar og sýnir okkur aðra merkilega hluti.

Riðið verður frá Skálholti sennilega um kl. 16:30 sem leið liggur yfir Brúará á brú og farið að Þóris­stöðum í gegnum land Reykjaness. Endum svo í grilli á Þóris­stöðum.

Ef menn vilja skilja hross eftir verður það hægt.
Þessi ferð er eingöngu ætluð bræðrum, systrum og börnum frímúrara.

Bræður mínir við viljum biðja ykkur að senda staðfestingu á snorri.john@gmail.com hafið þið hug á að koma í þessar ferðir.

Hlökkum til að sjá ykkur

Bróður­legar kveðjur

John Snorri Sigur­jónsson

Sigurður Reynisson

Willy Petersen 

 

 

Innskráning

Hver er mín R.kt.?